148. löggjafarþing — 38. fundur,  8. mars 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[12:13]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Sæmundsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í sjálfu sér lít ég þannig á hvað þetta atriði varðar að reynslan sé ólygnust. Líkt og ég sagði í ræðu minni áðan hefur orðið lækkun á fasteignaverði á undanförnum tveimur til þremur áratugum svo eftir var tekið í kringum efnahagshrunið sem hér varð. Meðan eftirspurn eftir húsnæði er eins og hún er hér og nú sé ég engin merki þess að það ástand sem hv. þingmaður lýsir verði.

Ef við horfum yfir lengra tímabil tel ég nánast óhugsandi að þetta atriði verði lántakendum til trafala. Ég hef enga trú á því vegna þess einfaldlega eins og ég sagði áðan að 17.000 íbúðir vantar bara á þessu svæði. Meðan svo er ástatt verður hér ekki lækkun á húsnæðisverði. Það er ekkert sem bendir til annars en að efnahagslíf að öðru leyti á Íslandi verði í þokkalegum málum þótt við séum aðeins að sunka niður í hagsveiflunni. (Forseti hringir.) Ég held að það verði ekki til þess að valda einhverjum straumhvörfum í efnahagsumhverfinu.