148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

boðaður niðurskurður opinberrar þjónustu.

[15:58]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég þakka fyrir mikinn áhuga á landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins. Ég hvet hv. þingmann til að lesa þær allar og lesa hvað þar er sagt. Þar er mikið rætt um hvernig við ætlum að efla íslenskt samfélag.

Svo langar mig að koma því hér líka á framfæri að útgjöld ríkissjóðs aukast um 56 milljarða milli fjárlagafrumvarpa 2017 og 2018, sem eru 7,4%. Mesta aukningin er til málefna aldraðra og sjúkrahúsþjónustu, og málefna örorku og fatlaðra. Við erum hér með stjórnarsáttmála. Við erum að vinna góða vinnu. Stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins birtist eins og áður sagði í fjármálaáætlun og í störfum Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn. Þar eru verkefnin á þá leið að gera Ísland betra. Það er gert með því að innviðir landsins verði mjög öflugir. Að því er unnið.