148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill tilkynna að borist hafa sjö bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 260, um nefnd um framtíð Reykjavíkurflugvallar, frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á þskj. 303, um Vestmannaeyjaferju frá Ásmundi Friðrikssyni, á þskj. 426, um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra, frá Þorsteini Sæmundssyni, á þskj. 378, um ráðherrabíla og bílstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 435, um fjárframlög til samgöngumála, frá Bryndísi Haraldsdóttur, á þskj. 337, um kostnað við Landeyjahöfn, frá Birni Leví Gunnarssyni og á þskj. 392, um endurmenntun ökumanna farþega- og vöruflutningabifreiða, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Þá hafa borist fimm bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 567, um skatttekjur ríkissjóðs, frá Óla Birni Kárasyni, á þskj. 382, um ráðherrabíla og bílstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 397, um ráðningar ráðherrabílstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 423, um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra, frá Þorsteini Sæmundssyni, á þskj. 463, um launaþróun stjórnenda ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana, frá Oddnýju G. Harðardóttur.