148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:55]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ætla menn virkilega að hunsa viðvaranir dómsmálaráðuneytisins sem fer með framkvæmd og yfirstjórn kosninga? Það varar við því að aukin hætta sé á mistökum vegna þessa skamma tíma af því að kynning er ónóg.

Mennt er máttur, var einhvern tímann sagt. Mikill var máttur hæstv. menntamálaráðherra þegar hún sagðist ætla að ganga í þetta mál og kynna það. Ég ætla bara að benda á að það er rúm vika í að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist. (Gripið fram í: Það er heldur ekki …) Ætlið þið að ná í 9.000 ungmenni á einni viku? Mikill er máttur hæstv. menntamálaráðherra ef hún ætlar að gera það á einni viku. [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (SJS): Forseti biður menn að gefa ræðumönnum hljóð. Það gengur betur þannig.)