148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

um fundarstjórn.

[15:13]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það er auðvelt að svara þessu. Hér gilda ekki þau ákvæði almennra fundarskapa að sú tillaga ein sé borin upp sem gangi lengst og hinar teljist fallnar ef hún er samþykkt. Hér eru allar breytingartillögur bornar upp. Hér komu báðar þær breytingartillögur sem hv. þingmenn gerðu að umtalsefni til atkvæða og voru báðar felldar. Þegar atkvæðagreiðsluskjal liggur fyrir, og þetta má vera öllum ljóst, skiptir ekki máli í sjálfu sér hvor þeirra er borin upp á undan.

Hv. þingmönnum er ætluð sú skynsemi að þeir viti hvaða breytingartillögu þeir vilja styðja og þeir geta treyst því að þær koma jafnan til atkvæða. Þetta hygg ég að skýri málið í einfaldri mynd, en forseti vill helst ekki fara að standa í miklum rökræðum um þetta. Það er velkomið að skoða slík mál milli funda.

Atkvæðagreiðslunni er lokið, eins og öllum ætti að vera ljóst, og umræður um niðurstöðuna í þessum skilningi þjóna ekki miklum tilgangi.