148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:18]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Við fengum umsagnir víða að síðastliðið ár, hvort sem við ræddum ríkisfjármálaáætlun síðastliðið vor eða fjárlög og nú ræðum við fjármálastefnuna í annað skiptið á tveimur árum. Þetta snýr að innviðum samgangna á Íslandi. Mikil umræða hefur verið varðandi ávöxtun og annað á innviðafjárfestingum. Hvaða skoðun hefur hv. þingmaður á þeirri umræðu sem snýr að innviðum samgangna og ávöxtun þar, þar sem þeir eru að grotna niður? Er mögulega sniðugt, gáfulegt, að fara frekar í þær framkvæmdir en að greiða niður skuldir ríkisins í núverandi ástandi miðað við þær forsendur eða aðstæður sem við höfum í samgönguinnviðum landsins? Ef hv. þingmaður væri til í að deila því með okkur.