148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:06]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki aðeins að það vanti allan rökstuðning með því hvernig þessi fjármálastefna eigi að uppfylla þau grunngildi sem hér liggja til grundvallar. Það er einnig alveg ljóst af öllum þeim umsögnum sem við höfum fengið að hún er hvorki sjálfbær, varfærin, né felst í henni nokkur festa í ríkisfjármálum. Þessi stefna hefur fengið algjöra falleinkunn í umsögnum. Þess vegna styðjum við frávísun hennar.