148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:09]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Virðulegi forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu greiðum við atkvæði um það hvort eigi að koma aftur inn sú kvöð sem mörkuð var í síðustu fjármálastefnu um að öllu óreglulegu og einskiptisfjárstreymi í ríkissjóð verði varið til að hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda eða til lækkunar á ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Það held ég að sé ábyrgt og verður gaman að sjá hvernig íhaldsmennirnir, hægri mennirnir, Sjálfstæðisflokkurinn, greiða atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu.