148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins og þingmannamál.

[11:12]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti telur að ein leiðsögn sé fyrst og fremst skylda hans við ákvörðun dagskrár og það er að leiða þingviljann í ljós í málum eftir því sem þau eru tilbúin til umræðna og afgreiðslu. Ein meginskylda forseta á hverjum tíma hlýtur að vera að stuðla að því með störfum sínum að vilji Alþingis sé leiddur í ljós.