148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hafa borist bréf frá 4. þm. Reykv. s., Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, og 10. þm. Suðurk., Smára McCarthy, um að þau geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi fyrir þau 1. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, Olga Margrét Cilia, og 1. varamaður á lista Pírata í Suðurkjördæmi, Álfheiður Eymarsdóttir.

Olga Margrét Cilia og Álfheiður Eymarsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.