148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

fjármálafyrirtæki.

422. mál
[15:39]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill minna þingmenn á að þó að þingmálið sé íslenska þá er heimilt að bera upp eitthvert annað tungumál svo framarlega sem það er jafnframt þýtt og forseti beðinn um leyfi. Þetta er meginreglan. Sumir vilja gleyma þessu. Sumir forsetar gleyma því jafnvel sjálfir og eru að skamma menn fyrir það. En þetta er leyfilegt samkvæmt lögum um þingsköp svo framarlega sem menn þýða orðin á íslensku.