148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda.

424. mál
[15:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir greinargott svar sem ég tel mikilvægt innlegg í vinnu nefndarinnar. Ég tel brýnt að hún fari yfir nákvæmlega þessa þætti. Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd við svar við hæstv. ráðherra því að ég skil málið sjálf með þessum hætti eftir að hafa lesið yfir gögn málsins. Ég verð þó að viðurkenna að menn hafa haft samband við mig með áhyggjur af þessu. Ég tel mikilvægt að nefndin fái svigrúm til að skoða þetta og segja þá alveg skýrt hver vilji löggjafans er. Mér sýnist hann blasa við, m.a. í svari hæstv. fjármálaráðherra.