148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:17]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin og tek undir það að auðvitað er mikilvægt að mismuna fólki ekki eftir aldri. Ég átta mig á því að það eru margir þættir sem koma til skoðunar þegar verið er að velja kosti fyrir einstaklinga. Eitt af því er að fólk geti dvalið í heimabyggð og í kringum sitt nánasta fólk. Þá er þetta oft besta leiðin. En ég vildi bara vekja athygli á þeirri stöðu sem uppi er og kannski mikilvægi þess að við horfum líka til sérhæfðra úrræða fyrir yngra fólk. Ég átta mig á því að við munum aldrei geta gert það um land allt, en kannski á höfuðborgarsvæðinu kunna að vera kostir í því fólgnir að geta boðið upp á slíkt úrræði.