148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér grein fyrir því en þakka samt ráðherra fyrir að reyna að uppfræða mig um að Hugarafl sé félagasamtök, mikilvæg félagasamtök sem ráðherra og ríkisstjórnin hafa lítið viljað með hafa fram að þessu, alveg eins og ráðherra skellti hurðinni á hjúkrunarfræðinga fyrir skömmu.

Í frumvarpinu kemur fram að samráð hafi verið haft við Tryggingastofnun. Ég velti fyrir mér hvort eitthvert samráð hafi verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi þessi lög og þetta mál því að óneitanlega koma sveitarfélögin víða að þessum málaflokki. Því hljótum við að spyrja hvort eitthvert samráð hafi verið þar viðhaft.