148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:21]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Herra forseti. Hvað varðar fyrri spurninguna taka flestir þjóðgarðar sem stofnaðir eru þannig á auðlindanýtingarmálum að ef nýtingin hefur neikvæð eða óásættanleg áhrif eða veldur því að þeir tapi verndargildi sínu með einum eða öðrum hætti er yfirleitt ekki ráðist í slíkar framkvæmdir innan þeirra. Hins vegar yrði sjálfsagt ekkert gert við það sem fyrir er, enda er það væntanlega komið til að vera um einhvern tíma. Og tíminn líður.

Varðandi breyttu landnotkunina er verið að vísa í landgræðslu, skógrækt og votlendi. Það eru framræst votlendissvæði sem bændur nota ekki í dag, bæði í eigu ríkisins og náttúrlega líka í einkaeigu. Í gegnum það eru gríðarlega mikil tækifæri til að vinna í loftslagsmálunum.