148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og að benda á Norðvesturkjördæmi. Það skiptir auðvitað mjög miklu máli að aðgengi nema að góðu námi sé jafnt yfir alla landshluta og eitt af því sem við höfum verið að gera er til að mynda það að núna er verið að setja á laggirnar nýtt nám á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða sem tengist sjávarbyggðafræði. Þarna er háskólinn að nýta staðarhætti og umhverfið þar sem mér finnst skipta mjög miklu máli.

Varðandi Hvanneyri þá átti ég fund nýverið með skólastjóranum þar og þar vorum við að fara yfir næstu skref og hverjar framtíðarhorfurnar væru. Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd skólans vegna þess að ég tel að það séu mjög mikil verðmæti í áframhaldandi þróun matvæla á Íslandi. Við erum með hreinar og heilnæmar matvörur sem eru alveg sérstakar. Þannig að ég er mjög bjartsýn á framtíð skólans.