148. löggjafarþing — 49. fundur,  13. apr. 2018.

um fundarstjórn.

[11:18]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil bara koma inn á það sem hefur komið fram í máli hv. þingmanna fjárlaganefndar, hv. þingmanna Björns Levís Gunnarssonar og Ágústs Ólafs Ágústssonar, og hv. þm. Þorsteinn Víglundsson tók undir. Ég get vel skilið þessar ábendingar um álag. Já, það eru fyrirhugaðir nefndadagar. Okkur gengur ekkert annað til en að nýta þann tíma sem best og samnýta tíma með fagnefndum sem hitta ráðuneyti og ráðherra upp á hvar ábyrgðin liggur á hverju málefnasviði. Í staðinn fyrir að fagnefndirnar hitti þá og svo fjárlaganefnd sér samnýtum við þennan tíma. Það þýðir að við setjum fundina á nefndadagana og fundum stífar en ella væri. Í leiðinni erum við að spara tíma, leggja aðeins meira á okkur, það er rétt, en í þessu felst fyrst og fremst tímasparnaður.