148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:18]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Varðandi lög um þingsköp segir þar, með leyfi forseta, í 10. gr.:

„Reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skulu ekki standa lengur en til kl. 8 síðdegis. Frá því má þó víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða ef þingið samþykkir …“

Þ.e. að tillögu forseta sem hann hefur lagt fram núna.

En það eru þingflokkarnir sem verða að ná samkomulagi um það. Við skoðuðum þetta mjög vel hjá þingflokki Pírata þegar við ákváðum hvers konar umboð þingflokksformaður okkar hefði til að semja fyrir okkar hönd við forseta, við aðra þingflokksformenn. Þar skiptir máli að það er þingflokkurinn sem hefur þetta vald, sem þýðir að okkar þingflokksformaður þarf umboð frá þingflokki sínum varðandi þessa hluti. Forseti getur þar af leiðandi ekki tekið ákvarðanir um lengd þingfunda umfram það sem lögin segja nema að hafa, eins og segir, samþykki. Og ekki er talað um ætlað samþykki, hann verður að sækja virkt samþykki.

Þetta lætur hæstv. þingforseti sér kannski að kenningu verða. Þetta verður að liggja fyrir, ætlað samþykki þingflokks Pírata, fyrir öllu því sem lög (Forseti hringir.) segja að ætlað samþykki verði að liggja fyrir um, í þessu tilfelli dagskráin.