148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:49]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svar hæstv. ráðherra. Hann svarar vonandi betur á eftir, en mig langar að skipta um stefnu og ræða aðeins um fjármögnunina. Ég fagna því að í frumvarpinu, eins og það liggur fyrir núna, er gert ráð fyrir strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum samhliða gerð skipulags á Vestfjörðum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni sem liggur á að verði farið í. Raunar má hvorugt verkefnið tefjast öllu lengur.

Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er gert ráð fyrir að Skipulagssjóður fái auknar fjárheimildir til að kosta þetta verkefni. Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi vissu fyrir því að sú fjármögnun fáist.