148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[16:24]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég kem hingað upp til að fagna því að við séum loksins að afgreiða þetta mál og þeirri góðu samstöðu sem við náðum í velferðarnefnd. Ég þakka kollegum mínum þar fyrir samvinnuna. Þetta er búið að vera stórkostlega lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem átti sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að geta komið þessu máli í gegn.

Þetta er mjög flott vinna sem er búin að eiga sér stað.