148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[16:25]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við fögnum í dag. Við erum að ná áfanga á langri leið en við erum ekki komin alla leið. Við erum að fást við krefjandi verkefni. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og það reynir á þessi stjórnsýslustig að vinna vel saman og ná endum saman um mikilvæg mannréttindamál hins góða hóps fatlaðs fólks í landinu og vonandi tekst okkur að koma þessu alla leið.