148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[16:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka velferðarnefnd fyrir þau störf sem við unnum í þessari nefnd. Þetta er mjög mikilvægt mál og var vel að því unnið. Þeir sem skipta þó mestu máli í þessu samhengi eru þeir sem eiga að nota þjónustuna. Verða þeir ánægðir? Ég held það. En ef eitthvað kemur upp á er ákvæði um endurskoðun eftir þrjú ár og það er mjög mikilvægt vegna þess að það er sama hvað við gerum, ef þeir sem eiga að nota þjónustuna eru ekki ánægðir er betur heima setið en að æða af stað og hafa einhvern á móti þessu.

Ég fagna þessu mjög og síðan vona ég heitt og innilega að þetta verði til góðs fyrir þá sem þurfa á því að halda.