148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[13:56]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir yfirferðina á þessu máli. Ég mun fara betur yfir málið í ræðu minni hér á eftir en langar að spyrja hv. þingmann hvort sjávarútvegsráðherra hafi komið fyrir nefndina og hver skoðun ráðherrans og ráðuneytisins sé á þessu máli. Ég kannast ekki við að ráðherrann hafi verið hér í þingsal í nokkurri umræðu um þetta mál. Ég man ekki eftir því að hafa séð hann hér í umræðum um málið eða taka þátt í þeim. Ef það er misskilningur hjá mér bið ég hv. þingmann að leiðrétta það. En það er ágætt að formaður nefndarinnar lýsi fyrir okkur afstöðu ráðherra og ráðuneytisins.