148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:51]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp fyrst og fremst til þess að lýsa stuðningi við þá breytingartillögu sem hér er og fagna því að við séum komin langt með að klára þetta mál. Ég vil einnig hrósa hv. þingmanni fyrir að koma inn í málið á endasprettinum með þessum hætti en hef ekki margt annað um þetta mál að segja efnislega. Ég tel mikilvægt, líkt og hv. þm. Birgir Þórarinsson kom inn á áðan, að við treystum ungu fólki og við eigum að feta þessa vegferð. Ég er hins vegar ekki sammála hv. þingmanni um að við eigum að senda málið aftur til framkvæmdarvaldsins, heldur eigum við að halda því þar sem það er núna. Þess vegna vil ég fyrst og síðast hvetja til þess að við hv. þingmenn reynum að klára málið og koma því til atkvæða þingsins.