148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

heimaþjónusta Karitas.

[13:44]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Nú er visst munstur að koma fram sem gæti verið vísbending um að um stefnubreytingu sé að ræða í heilbrigðismálum á Íslandi. Við sjáum þetta með rekstur sjúkrabíla, GET og Hugarafl og nú Karitas. Er það stefna hæstv. ráðherra að ríkisvæða heilbrigðisþjónustu í auknum mæli? Ef svo er, telur ráðherra vænlegt að gera breytingar á því hvernig heilbrigðisþjónustu er háttað án þess að formleg stefna sé komin fram og umræða hafi átt sér stað um hana?

Ef ekki er um stefnubreytingu að ræða, hvers vegna strandar áframhaldandi starfsemi Karitas á samningum við Sjúkratryggingar Íslands? Er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands ekki að framfylgja stefnu hæstv. ráðherra í málaflokknum?