148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[16:07]
Horfa

Frsm. fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni fyrir hans andsvar sem snýr að Framkvæmdasjóði aldraðra. Eins og ég kom inn á í ræðu minni þá skiptust þessar umsagnir í tvo flokka. Annars vegar er það eðli og uppruni tekna og hins vegar sá umbúnaður sem er um ákveðna útgjaldaliði sem tengjast stofnunum eins og Framkvæmdasjóði aldraðra. Ég fór ágætlega yfir vinnumarkaðinn þar sem í mörgum tilvikum er verið að fara vægt í hlutina, það er ákveðin málamiðlun. En lög um opinber fjármál eru nokkuð skýr með það að við erum að fara hvað varðar reikningshald úr mörkun tekna.

Kannski má segja, ég veit ekki hvort það er við hæfi að orða það þannig, að hér sé um að ræða óbeina mörkun tekna, þ.e. Framkvæmdasjóði er tryggð sú fjárveiting sem Alþingi metur. Þangað til við sjáum annað frumvarp koma frá fjármála- og efnahagsráðuneyti get ég sagt að slíkt fyrirkomulag mun alla vega vara þangað til.