148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:42]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég má til með að leiðrétta smámisskilning sem kom upp hjá hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni varðandi ástæðu þess að ekki náðist að ræða staðarvalsgreiningarmál Miðflokksins í velferðarnefnd í morgun. Það var út af því að fundi var slitið, er sagt hér. En það má kannski segja að sannleikurinn sé sá að það sem gerðist í morgun í velferðarnefnd var að við afgreiddum mál ríkisstjórnarinnar, stjórnarmál, og svo fórum við í það að tala um þingmannamál, þá varð svo mikil umræða og taka þurfti fundarhlé og það þurfti að ræða svo rosalega margt að tíminn rann bara út. Ég sleit fundi á nákvæmlega þeim tíma sem átti að slíta fundi.