148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil fá að koma hér örsnöggt upp til þess að bregðast við orðum hv. þm. Vilhjálms Árnasonar áðan þar sem hann sá töluverðum ofsjónum yfir því að afgreiða mál um staðarvalsgreiningu vegna nýs Landspítala úr nefnd vegna þess að uppi væru mismunandi sjónarmið. Það leysa menn auðvitað bara með minnihlutaálitum. Eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson kom inn á hér áðan þá afgreiddum við mál úr umhverfis- og samgöngunefnd nýlega þar sem voru þrjú minnihlutaálit, ef ég man rétt. Og það gerðist … (Gripið fram í: Og enginn dó.) — Og enginn dó. Þannig að það er auðleysanlegt vandamál.

Varðandi það sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé kom inn á áðan þá stendur hann enn einu sinni á gati, en við skulum reyna að leysa það. Honum þykir skrýtið að mönnum þyki það lítið mál að mál séu afgreidd í ósátt, þ.e. tiltekin gerð, úr nefnd, en … (Gripið fram í.) — Afsakaðu, það var nú ekki ætlun mín, (Forseti hringir.) ég þarf sennilega að koma hérna upp aftur og taka snúning á þér. (KÓP: Við höfum nægan tíma.)