148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[18:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég vil einfaldlega koma hingað upp til að taka undir ósk um hlé á þingfundi og um fund með hæstv. forseta til að ræða þinghaldið fram undan. Ég veit til þess að nokkur mál bíða úttektar í allsherjar- og menntamálanefnd, sem hefur bara verið beðið með einhverra hluta vegna, e.t.v. vegna þess að við höfum ekki verið nógu stillt í stjórnarandstöðunni. Mál sem eru tilbúin í nefnd eru ekki tekin úr nefnd. Mér þætti fullt tilefni til þess að formaður hv. allsherjar- og menntamálanefndar færi að góðu fordæmi formanns velferðarnefndar, hv. þm. Halldóru Mogensen, og boðaði fund hér í hléinu verði það vilji forseta.