148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[18:51]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér finnst þetta fáránlegt. Við erum búin að vera hérna í dágóðan tíma að lýsa fyrir forseta því ástandi sem er í fastanefndum Alþingis. Það er alvarlegt ástand í gangi þar sem ekki er verið að hleypa þingmálum minni hlutans í lýðræðislega umræðu á þingi. Og svör forseta við þessu eru þau að við megum ekki tala um þetta. Við megum ekki tala um það sem er í gangi í nefndunum. Þetta er sturlun.