148. löggjafarþing — 62. fundur,  28. maí 2018.

svar við fyrirspurn.

[15:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í febrúar lagði ég fram spurningu um úrvinnslu Panama-skjalanna, hve há upphæð hefði runnið í ríkissjóð, hvort nægir fjármunir og þekking væri til staðar til að vinna að málum hjá skattembættunum, og ég óskaði eftir samanburði við Danmörku.

6. mars lagði ég fram aðra fyrirspurn um laun forstjóra og yfirmanna í ríkisstofnunum og í fyrirtækjum í eigu ríkisins og launaþróun þar á bæ. Ekki er enn komið svar við henni.

Varla getur það verið, herra forseti, að það standi á þessum svörum út af spurningum frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni. Er það út af því? Er það skýringin á því að ég fæ ekki svör við þessum tveimur spurningum sem eru búnar að liggja í rúma og tæpa þrjá mánuði hjá (Forseti hringir.) hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra?