148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

samkomulag um lok þingstarfa.

[12:15]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér alveg ágætt að heyra hæstv. forseta viðra skoðanir sínar á því hvernig honum hefur þótt þinghaldið ganga fyrir sig. En við erum hér líka töluvert mörg sem deilum ekki þessari skoðun með honum. Við höfum náttúrlega talað um það margoft að hlutirnir hafi hökt eins og gömul, léleg vel. Það er til mikils að vinna að síðustu dagana náum við sátt og getum rætt málin af einhverri skynsemi þannig að þinghaldið verði skilvirkt fram undan. Það stendur, eins og margoft hefur komið fram, í stjórnarsáttmálanum að það beri að stefna að því. Við erum svo sannarlega tilbúin og höfum sýnt það en það hefur ríkisstjórnin ekki gert.

Út af þessu máli sem nú á að þröngva á dagskrá þá hvet ég hv. þingmenn til að skoða fréttir af álagningarskrám hingað og þangað um landið og hverjir það eru sem eru nú mest áberandi þar í toppsætunum.