148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mál okkar í velferðarnefnd, mál Flokks fólksins, hvarf í einhverja nefnd sem enginn veit hver er eða hvað verður um eða þekkir, þetta er einhver leyninefnd. Síðan er hitt málið okkar í annarri nefnd þar sem gleymist að kalla inn umsagnaraðila og það bara gleymist einhvern veginn. Ég spyr: Af hverju gat þetta mál ekki (Gripið fram í: Gleymst.) bara gleymst einhvers staðar, eða farið í þessa leyninefnd sem enginn veit um og horfið þar? Nei, það er sennilega vegna þess að þetta varðar þá sem hafa það best í þjóðfélaginu, eiga allt fjármagnið. Það má ekki ýta við þeim. Það má ekki gleyma þeim. Það má ekki láta þá hverfa í einhverja nefnd sem enginn veit hver er eða hverjir eiga að vera í. Nei, það á að þvinga þetta í gegn. Ég segi bara: Það er skömm fyrir Alþingi að láta þetta viðgangast.