148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[21:45]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Það er alveg rétt og verður alltaf þannig að ríkið stendur frammi fyrir skuldbindingum og getur í rauninni litlu breytt, á einhverjum tímapunkti getur það breytt meira en minna, samanber einhvers konar samninga. Auðvitað er það líka rétt að við þurfum að finna hinn gullna meðalveg. Það er alltaf talað um að þetta taki 10 ár í innleiðingu og annað slíkt, en við erum mjög óþolinmóð og viljum svolítið gera þetta strax og reyna að ná utan um það strax. Það getur vel verið rétt að það sé of óljóst ef við fækkum markmiðum, sums staðar eru þau mjög mörg og annars staðar eru þau heldur fá. Þar er það meðalvegurinn sem við erum að leita eftir og einnig að geta mælt markmiðin. Ætli það sé ekki það sem við þurfum að nálgast, að við sjáum hvort við höfum náð árangri? (Gripið fram í.) Höfum við farið þangað sem við ætluðum að fara? Mér finnst það (Forseti hringir.) skipta máli. Og fáum við það fyrir það sem við lögðum upp með? Ég held að það sé kannski það sem við viljum fá. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)