148. löggjafarþing — 70. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[00:08]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Það var nokkuð greinargott. Það er auðvitað þannig að kostnaður við umferðina er ekki bara að leggja vegi, það er ýmiss annar kostnaður sem hv. þingmaður horfir fram hjá. Samfélagslegur kostnaður sem við öll saman þurfum að bera, þá á ég t.d. við umferðarslys. Það má ekki gleyma því. Það er ekkert óeðlilegt að sá kostnaður sé tekinn inn í. En ég er sammála því að við eigum að taka það upp að þeir sem nota umferðarmannvirki eigi að greiða fyrir það, en það er heldur ekkert óeðlilegt að þeir leggi líka inn í sameiginlegan sjóð til að standa undir sameiginlegum verkefnum sem eru m.a. tengd samgöngumálum, halda þessu samfélagi saman. Ég er ekki að tala um einhverja ofurskattheimtu. En það er einfalt fyrir (Forseti hringir.) hv. þingmann að standa á móti öllum skattatillögum (Forseti hringir.) og hækkunum skatta, en vera síðan í flokki sem krefst þess að við aukum útgjöld (Forseti hringir.) í hina ýmsu málaflokka. Það er einfaldleikinn, (Forseti hringir.) einfaldleiki þess að vera í stjórnarandstöðu.