148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

aukatekjur ríkissjóðs.

629. mál
[13:15]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Smári McCarthy) (P):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum, um dvalarleyfi vegna samninga við erlend ríki. Það er frá efnahags- og viðskiptanefnd þar sem ég sat í sem staðgengill um daginn. Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Undir álitið rita Óli Björn Kárason, Smári McCarthy, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Þorsteinn Sæmundsson og Ásgerður K. Gylfadóttir. Svo umdeilt er það mál.