148. löggjafarþing — 75. fundur, 11. júní 2018.
skattleysi uppbóta á lífeyri.
649. mál
Virðulegi forseti. Ég vil koma örstutt upp til þess eins að óska þingflokki Flokks fólksins og sérstaklega 1. flutningsmanni þess, hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni, til hamingju með það hvernig þetta mál hefur unnist. Málið er, eins og komið hefur fram, ekki endanlega í höfn en þó komið í þann farveg að mikið má ganga á ef það gengur ekki fram á þann hátt sem menn lögðu upp með í byrjun. Ég ítreka að ég óska ykkur innilega til hamingju. Þetta var vel gert.