148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024.

480. mál
[18:43]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um byggðaáætlun. Þar lagði ég fram breytingartillögu og setti fram skýrari markmið og framkvæmda- og aðgerðaáætlun um skógrækt. Breytingartillagan fjallar um skógrækt. Mér finnst ekki boðlegt þjóð sem hefur það á samvisku sinni að hafa afklætt landið þeim skógi sem var hér við landnám að yppa öxlum þegar tækifæri gefst eins og núna til að endurheimta brotabrot af þeim skógi sem var hér á þeim tíma.