148. löggjafarþing — 76. fundur,  11. júní 2018.

kjararáð.

630. mál
[19:32]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég vil bara árétta að við Píratar munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Málið er seint inn komið, flutt af meiri hluta nefndar, sem er þá fimm af níu, engin umræða í nefndinni um það nema bara þegar það var flutt, lítið af upplýsingum komið fram, gert í flýti og svo á að klára málið í haust þar sem betur verður lagst yfir það. En þangað til að við förum í málefnalega yfirlegu yfir hvað þetta þýðir allt saman munu Píratar sitja hjá. Það er margt gott í þessu, það er verið að leggja niður kjararáð og passa að laun æðstu ráðamanna fylgi launaþróun, í þessu tilfelli að vísu opinberra starfsmanna, sem við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þýðir í þessu samhengi. Það er margt gott í þessu en mörgum spurningum líka ósvarað þannig að við munum sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu.