148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

afgreiðsla máls frá Miðflokknum.

[15:20]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Á fundi áðan í fundarherbergi forseta var þessu lýst sem smávægilegu. Þetta er eiginlega smærra en smátt og undir virðingu Alþingis að við sitjum föst í þessu. Ég leyfi mér að lýsa yfir fullu trausti á hæstv. forseta um að hann miðli hér málum og felli þetta mál í eðlilegan og skynsamlegan farveg þannig að þar finnist niðurstaða sem allir geta fellt sig við.