148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:18]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tel að þetta mál sé eitt af þeim þingmálum sem hefði orðið betra ef það hefði fengið að þroskast aðeins lengur og fengið meiri og betri umfjöllun. Þetta frumvarp verður væntanlega að lögum á eftir, en ég er býsna smeykur um að við þurfum að lappa upp á þau jafnvel strax í haust vegna þess að menn gáfu sér ekki nógan tíma til þess að fara af alvöru yfir málið. Við erum að fjalla um stofnun, eða hvað við eigum að kalla þetta fyrirbæri, félag, sem hefur til umráða talsvert á annan milljarð króna á ári, bæði af ríkisfé og sjálfsaflafé frá ýmsum aðilum í landinu. Þess vegna tel ég að betra hefði verið að taka sér tíma í að (Forseti hringir.) gaumgæfa málið betur. En fyrst það er komið fram og komið svona langt greiðum við væntanlega atkvæði með því en við verðum örugglega að súpa seyðið af því í haust.