148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[18:07]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni með að þetta mál sé komið á dagskrá og til atkvæðagreiðslu. Mér þykir vænt um að geta sagt frá því að mér er kunnugt um að málið hefur lengi verið í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ég átti nokkur skref áður og veit að starfsfólk þar hefur lagt á sig mikla vinnu til að koma málinu í það horf sem það er í. Mér er einnig kunnugt um að málið hefur fengið vandaða meðferð í hv. umhverfis- og samgöngunefnd og mun því að sjálfsögðu greiða fyrir því að þetta góða mál fái farsælan endi á þinginu.