148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

tollalög.

581. mál
[20:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og þeim sem hér eru ætti að vera kunnugt er Miðflokkurinn með miklar efasemdir um málið eins og það liggur fyrir og er á móti því, en hugnast vel að það gangi til nefndar á milli 2. og 3. umr. Við munum sitja hjá við afgreiðsluna í þessu máli, ekki beita okkur gegn því.