148. löggjafarþing — 80. fundur,  17. júlí 2018.

framhaldsfundir Alþingis.

[13:33]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda þriðjudaginn 17. júlí 2018 kl. 14.30 og til hátíðarfundar að Lögbergi á Þingvöllum við Öxará þann 18. júlí 2018 í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

Gjört í Reykjavík, 10. júlí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.

 

_________________

Katrín Jakobsdóttir.

 

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918 og tryggðu þar með fullveldi Íslands. Það gleður mig að sjá hæstv. forseta og hv. þingmenn og býð þá velkomna til starfa að nýju í tilefni þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar.