149. löggjafarþing — 5. fundur,  17. sept. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Guðjóni S. Brjánssyni, Ara Trausta Guðmundssyni, Líneik Önnu Sævarsdóttur, Bergþóri Ólasyni og Birni Leví Gunnarssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, mánudaginn 17. september, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvest., Arna Lára Jónsdóttir, 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurk., Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðaust., Hjálmar Bogi Hafliðason, en 1. varamaður hefur boðað forföll, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvest., Maríanna Eva Ragnarsdóttir, og 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Olga Margrét Cilia.

Þau hafa öll tekið sæti á Alþingi áður, að undanskilinni Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, og eru boðin velkomin til starfa að nýju.