149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

erfðafjárskattur.

10. mál
[17:56]
Horfa

Flm. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Ég held að þetta sé alveg kórrétt, frú forseti, sem hv. þingmaður bendir á. Ég hygg líka að rétt sé að huga að frítekjumarkinu sem er núna 1,5 milljónir, hvort hækka eigi það og þá verulega, sem er þá í raun þriðja þrepið. Allt kemur þetta til greina.

Á síðasta þingi hafði hv. þm. Teitur Björn Einarsson frumkvæði að því að leggja fram frumvarp um að við fyrirframgreiðslu arfs væri hægt að nýta þetta frítekjumark. Það má velta því fyrir sér hvort við þurfum ekki að hugleiða það. Ég á von á því að hv. þingmaður muni leggja það frumvarp aftur fram og þá er hægt að fara í gegnum þessi mál (Forseti hringir.) með samræmdum hætti.

Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir ábendingarnar.