149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

erfðafjárskattur.

10. mál
[18:00]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það eru 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á þessu frumvarpi og ég skil þetta sem svo að þetta sé nokkurs konar lúsahreinsun á þeim sköttum sem voru lagðir á eftir hrun til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Ég veit af því að margir þeir sem hafa misst sína nánustu kvarta afskaplega mikið og hafa kvartað yfir þessum skatti þegar hann hækkaði úr 5% í 10%. Þá var hávaði yfir því víða, líka vegna þess að fólk er auðvitað að rembast við að halda í fasteign sem er kannski eina eign búsins. Mér líst ekkert illa á þetta frumvarp, en spyr bara um þennan kostnað. Ég held að ríkissjóður sé að tapa meira en helmingnum.