149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:26]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, það getur ekki verið að kreddurnar séu hjá mér, [Hlátur í þingsal.] bara svo það sé á hreinu. Ég er löngu búinn að segja að þetta frumvarp breytir engu í því öllu saman. Ég er búinn að segja það. Ég er sennilega búinn að ítreka það oft og mörgum sinnum. Það breytir engu í núverandi kerfi. Það breytir því ekki að ráðherra getur hér eftir sem hingað til samið á þennan hátt. En ég er aðeins að ræða það sem ég skynja í hinni pólitísku yfirlýsingu. Ef ég væri að koma með eitthvað þessu líkt sem ég teldi að myndi kannski ekki breyta miklu í raun gæti ég komið með yfirlýsingu um hvernig ég teldi rétt að hafa það og það ætti að vera helst svona, nema í undantekningartilvikum, eins og kom fram í ræðu framsögumanns, þ.e. það er ekki útilokað að menn semji og það megi jafnvel vera hagnaðardrifið — (Forseti hringir.) ég skil það ekki öðruvísi en sem pólitíska yfirlýsingu.