149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[13:59]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að vera jafn afdráttarlaus í yfirlýsingum mínum og hv. þingmaður um vilja fólks til að brjóta reglur eða hvernig staðan sé í dag. Ég ætla einfaldlega að horfa til þess að það að eðli mögulegra brota sé orðið brot á skattskilum eitt og sér verði til þess að draga úr líkum til þess að þau verði. Síðan erum við með lög um milliverðlagningu og við erum með Verðlagsstofu sem safnar viðmiðunarreglum. Þetta má að sjálfsögðu allt saman efla til að fylgjast með þessu. Það á ekki að vera sérstaklega flókið að sjá hvort einhverjar óeðlilegar færslur eru þar inni.

Svo verð ég að segja, virðulegur forseti, að mér finnst pínulítið sérkennilegt að tala um að þetta hygli eingöngu stórfyrirtækjum þegar verið er að leggja á uppsjávarálag sem eingöngu lendir á stórfyrirtækjum.