149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[17:40]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég á nú bara í miklum erfiðleikum með að svara þessu. Auðvitað treysti ég hæstv. umhverfisráðherra til þess að vinna sína vinnu sem stjórnvald. Ég get haft eftirlit með honum, ég skal örugglega halda í höndina á honum og sjá til þess að hann vinni þetta hratt og vel, en hann er hérna í salnum, það er þá miklu gáfulegra að spyrja hann heldur en mig. Ég hef ekki rætt við umhverfisráðherra núna á hlaupum í þessum sal. En ég get alveg fullvissað ykkur um að svona vinna, vitandi það hvað er í húfi, verður unnin eins hratt og mögulegt er, vildi ég ætla. En ég hef ekki nánari svör við þessu. Í raun finnst mér þetta spurning sem á ekki mikinn rétt á sér þegar um sjálfan umhverfisráðherra er að ræða í salnum og þann málshraða sem hefur verið á þessum klukkutímum fram að því augnabliki þegar ég stend hér.